Fjarskipti

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 23:31:01 (7129)

1996-06-03 23:31:01# 120. lþ. 158.11 fundur 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, RA (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[23:31]

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Við frv. um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar fluttum við þrír nefndarmenn í samgn. tillögu um að landið yrði allt eitt gjaldsvæði. Sú tillaga fékk ekki brautargengi í samgn. en varð þó til þess að meiri hlutinn sá að sér og flytur við lögin um fjarskipti þá brtt. sem nú er til atkvæða. Ég fagna þeirri tillögu vegna þess að hún felur í sér mjög mikilvægan áfanga þó hún gangi ekki nándar nærri eins langt og tillaga okkar. Hún á ekki að koma til framkvæmda fyrr en að tveimur árum liðnum en okkar tillaga átti að koma til framkvæmda nú í sumar. Vissulega ber að fagna þessum áfanga út af fyrir sig og þess vegna greiði ég tillögunni atkvæði.