Lögreglulög

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 23:44:10 (7133)

1996-06-03 23:44:10# 120. lþ. 158.14 fundur 451. mál: #A lögreglulög# (heildarlög) frv. 90/1996, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[23:44]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Virðulegi forseti. Ég sé engin rök fyrir því að forseti Íslands skipi skólastjóra Lögregluskóla ríkisins eins og greinin kveður á um enda gengur þetta gegn þeirri þróun sem verið hefur í þessu efni. Ég er líka á móti því að binda stöðu skólastjóra við lögfræðimenntun eins og greinin gerir ráð fyrir og vísa þar í álit lögreglumanna en þar segir orðrétt, með leyfi forseta:

,,Lögreglumenn benda á að það er gegn því sem tíðkast í nágrannalöndum að skólastjóri Lögregluskólans eigi að vera lögfræðingur. Yfirleitt er ætlast til að hann komi úr röðum lögreglumanna nema þar sem sérstakar kröfur eru gerðar um sérmenntun á sviði skólamála.``

Ég sit hjá við þessa grein.