Staðfest samvist

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 23:51:03 (7134)

1996-06-03 23:51:03# 120. lþ. 158.16 fundur 320. mál: #A staðfest samvist# frv. 87/1996, ÓÖH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[23:51]

Ólafur Örn Haraldsson:

Virðulegi forseti. Ég tel að fólk í staðfestri samvist eigi að hafa sömu réttindi og aðrir þjóðfélagsþegnar hvað varðar stjúpættleiðingu. Stjúpættleiðing er í eðli sínu réttindamál þeirra barna sem hlut eiga að máli. Samkvæmt þeim skýru og gætilegu vinnubrögðum sem dómsmrn. notar í ættleiðingarmálum er öruggt að ættleiðing á sér aldrei stað nema það sé barninu óumdeilanlega fyrir bestu. Jafnframt verður það kynforeldri barnsins, sem fer ekki með forsjána, að gefa samþykki sitt og hefur þannig úrslitavald um það hvort af stjúpættleiðingu getur orðið eða ekki. Slíkar vinnureglur mundu vitanlega einnig gilda um stjúpættleiðingar í staðfestri samvist samkynhneigðra rétt eins og við aðrar stjúpættleiðingar. Ég mun þess vegna sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.