Frumvarp um heilbrigðisþjónustu

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 10:05:58 (7146)

1996-06-04 10:05:58# 120. lþ. 160.93 fundur 340#B frumvarp um heilbrigðisþjónustu# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[10:05]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Vegna orða hv. þm. vill forseti láta í ljós þá von að enginn friður verði rofinn í dag. En forseti bendir á að þetta mál hefur verið á dagskrá áður, a.m.k. tvisvar sinnum í síðustu viku, en þá voru ekki tök á því að það kæmist til umræðu. Þetta mál hefur verið til umræðu á fundum forseta og formanna þingflokka og við eigum eftir að ræða það betur hverju fram vindur með þetta mál á fundinum í dag.