Byggingarlög

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 14:51:50 (7205)

1996-06-04 14:51:50# 120. lþ. 160.9 fundur 536. mál: #A byggingarlög# (raflagnahönnuðir) frv. 92/1996, Frsm. ÓÖH (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[14:51]

Frsm. umhvn. (Ólafur Örn Haraldsson):

Virðulegi forseti. Við 2. umr. um þetta frv. um breytingar á byggingarlögum mælti ég fyrir nefndaráliti og frv. sjálfu til 2. umr. en boðaði þá að breyting yrði væntanleg milli 2. og 3. umr. vegna nokkurra gagnlegra ábendinga sem komu fram skömmu fyrir 2. umr. Sú breytingartillaga er lögð fram og er við 1. gr. frv. Brtt. er svohljóðandi:

,,Í stað orðanna ,,Einstaklingar, sem lokið hafa námi á rafsviði, og ``komi: Rafiðnfræðingar rafvirkjameistarar og rafvirkjar sem.`` Hér er verið að kveða nánar á um það hvaða einstaklingar það eru sem hafa þau réttindi sem um er getið í frv.

Í annan stað gerir breytingartillagan ráð fyrir því að í stað orðanna ,,3 árum``komi: 4 árum. Þeir sem hafa á næstliðnum fjórum árum fengið samþykki opinberra aðila fyrir raflagnateikningum eiga rétt o.s.frv.

Loks falli orðin ,,fullu eða`` brott og með þeim er kveðið nánar á um þau réttindi sem verða veitt aðilum til raflagnahönnunar og raflagnateikningar en í brtt. er gert ráð fyrir því að þeir aðilar hafi aðeins takmarkaðan rétt en ekki fullan en rík áhersla er lögð á það af hálfu nefndarinnar sem flytur brtt. að ráðherra takmarki með engum hætti þau réttindi sem menn hafa hingað til haft til hönnunar raflagnateikninga.