Mat á jarðskjálftahættu og styrkleika mannvirkja á Suðurlandi

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 14:59:52 (7208)

1996-06-04 14:59:52# 120. lþ. 160.11 fundur 139. mál: #A mat á jarðskjálftahættu og styrkleika mannvirkja á Suðurlandi# þál., Frsm. ÓÖH (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[14:59]

Frsm. umhvn. (Ólafur Örn Haraldsson):

Virðulegi forseti. Hér liggur fyrir till. til þál. um nýtt mat á jarðskjálftahættu og styrkleika mannvirkja á Suðurlandi. Umhvn. tók málið til umfjöllunar og fjallaði ítarlega um það. Margvíslegar skoðanir komu þar fram um jarðskjálftahættu og aðra vá sem steðjar að landsmönnum og menn þekkja vel. Veruleg umræða fór fram um hversu víðtæk slík þáltill. ætti að verða ef henni yrði breytt en niðurstaðan varð sú að vísa þáltill. til ríkisstjórnarinnar.

Nefndin telur að með þingmálinu sé vakin athygli á verkefni og vinnu sem æskilegt er að styðja og samræma öðrum þáttum er tengjast viðbrögðum við náttúruhamförum. Því leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Undir þetta rita allir nefndarmenn umhvn. Ásta R. Jóhannesdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk því sem kemur fram í áliti þessu.