Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 15:54:52 (7209)

1996-06-04 15:54:52# 120. lþ. 160.1 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, HjÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[15:54]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um frv. til laga um stjórn fiskveiða. Það er vert að vekja athygli á því að hér er um að ræða frv. sem byggir á samkomulagi milli hæstv. sjútvrh. og Landssambands smábátaeigenda. Það er líka vert að vekja athygli á því að hér með er í fyrsta sinn búið að ná samkomulagi milli framkvæmdarvalds og hagsmunaaðila í smábátaútgerð. Því er afskaplega mikilvægt að það samkomulag haldi og þess vegna mun ég greiða því atkvæði.