Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 16:16:16 (7219)

1996-06-04 16:16:16# 120. lþ. 160.3 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[16:16]

Hjörleifur Guttormsson:

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um eitt umdeildasta mál sem komið hefur fyrir þetta þing, mál sem varðar gífurlega mikla hagsmuni fyrir almenning í landinu og fyrir þjónustu hins opinbera. Með þessu frv. er stefnt að því að auðvelda einkavæðingu póst- og símaþjónustunnar í landinu og við sem erum andvíg þessu frv. óttumst að þess verði ekki langt að bíða að þetta skref verði stigið, að það eina hlutabréf sem geymt verður í skúffum hæstv. samgrh. verði dregið fram og sett á hinn almenna markað til sölu. Ég segi nei.