Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 16:18:08 (7221)

1996-06-04 16:18:08# 120. lþ. 160.3 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[16:18]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Eins og fram kom við atkvæðagreiðslu í lok 2. umr. í gær þá tel ég svo marga lausa enda í þessu máli að það er með öllu óviðundandi. Það er algjörlega óljóst og óvíst hvaða áhrif þessi löggjöf hefur á hag neytenda, á hag ríkissjóðs og á hag starfsfólks þess fyrirtækis sem hér er ætlað að taki við starfsemi Pósts og síma. Þetta fyrirtæki á að reka sem hlutafélag með einu hlutabréfi þar sem valdið á allt að vera í höndum eins manns. Ég segi nei við þessu frv. eins og það er í pottinn búið.