Heilbrigðisþjónusta

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 18:24:22 (7241)

1996-06-04 18:24:22# 120. lþ. 160.13 fundur 524. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (svæðisráð sjúkrahúsa) frv., BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[18:24]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil enn og aftur þakka fyrir þau svör sem hæstv. ráðherra gaf hér. Ég hef samt enn ekki fengið svar við þeirri spurningu hver það er sem á að skera úr ef ágreiningur kemur upp. Ég vil því hvetja hæstv. ráðherra til að koma því á framfæri síðar. Þótt hæstv. ráðherra sé sannfærður um það hvar valdið sé og hver eigi að skera úr um ágreiningsmál finnst mér engan veginn skýrt eins og lögin munu líta út eftir þessa breytingu, þ.e. ef hún verður samþykkt, hver eigi að hafa endanlegt úrskurðarvald um það hvar einstök verkefni eigi að vera og einnig er óljóst, ef til ágreinings kemur, hvort verkefnið tilheyrir þessum viðkomandi málaflokkum eða ekki.