Umræður um dagskrármál

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 20:47:13 (7256)

1996-06-04 20:47:13# 120. lþ. 160.98 fundur 355#B umræður um dagskrármál# (um fundarstjórn), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[20:47]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil að það komi fram að ég eins og aðrir þingmenn átti von á því að heilbrigðismál væru hér fyrst á dagskrá. Hæstv. forseti hefur algjörlega ráðið dagskránni og ég vil að það komi hér fram. Hann hefur breytt dagskránni og telur rétt að gera það. Hann hefur fullan rétt til þess en það þýðir auðvitað að við getum ekki haldið áfram með það mál sem við vorum þó langt komin með. Og ég sakna þess að sjálfsögðu.