Umræður um dagskrármál

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 20:51:32 (7259)

1996-06-04 20:51:32# 120. lþ. 160.98 fundur 355#B umræður um dagskrármál# (um fundarstjórn), SighB
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[20:51]

Sighvatur Björgvinsson (um fundarstjórn):

Það er alveg rétt hjá hæstv. forseta, ég er búinn að tala tvisvar sinnum og það er í þriðja sinn núna. Hann fylgist vel með. Ég get fyrir mitt leyti fallist á þetta að öðru leyti en því að mér finnst eðlilegt að þegar búið er að mæla fyrir nál. meiri hlutans og brtt. verði gert hlé svo okkur, fulltrúum minni hlutans og framsögumanni nál. minni hlutans sem ekki átti von á þessari breytingu, gefist tækifæri til þess, eins og fyrrv. þm. Sverrir Hermannsson mundi segja, að ná vopnum sínum.

(Forseti (StB): Forseti er sannfærður um að við náum vopnum hér í kvöld.)