Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 21:16:31 (7262)

1996-06-04 21:16:31# 120. lþ. 160.14 fundur 519. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# frv. 88/1996, Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[21:16]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill geta þess vegna þeirrar umræðu sem fór áðan fram um stjórn fundarins og vegna þess hlés sem gert var að forseti átti viðræður við formenn þingflokka þar sem farið var yfir stöðu máls. Samkomulag varð um að innan stundar yrði gert hlé hér á fundi þar sem forseti mundi ræða á nýjaleik við formenn þingflokka um framgang mála í kvöld í þeim tilgangi að ná góðu samkomulagi um framvindu mála. Með þeim orðum verður haldið áfram að ræða 14. dagskrármál.