1996-06-05 01:00:07# 120. lþ. 160.14 fundur 519. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# frv. 88/1996, Frsm. meiri hluta ÁRÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[01:00]

Árni R. Árnason (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég þakka það að orðið er við tilmælum mínum um að fá að taka til máls um fundarstjórn forseta. Ástæða mín er sú að upp hefur komið tilraun milli þingflokka og þingmanna til að ná sáttum um afgreiðslu þessa máls og væntanlega þá að stefna að þinglokum. Í því augnamiði fer ég fram á það að umræðunni verði frestað að sinni svo hv. sjútvn. gefist ráðrúm til að hittast að nýju og ganga þannig frá málinu að sú sátt megi takast sem menn eru að reyna að vinna að.