Afgreiðsla mála fyrir þinghlé og framgangur þingmannamála

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 10:07:25 (7270)

1996-06-05 10:07:25# 120. lþ. 161.93 fundur 345#B afgreiðsla mála fyrir þinghlé og framgangur þingmannamála# (aths. um störf þingsins), SvG
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[10:07]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Eins og kunnugt er þá hefur verið um það rætt að hugsanlega yrði störfum þessa þings frestað á þessum eða næsta sólarhring. Ég vil láta það koma fram í upphafi þessa fundar að svo óvenjulega vill til að ekkert samkomulag hefur náðst um það hvenær frestunin gæti orðið né heldur um það hvaða mál yrðu afgreidd áður en frestunin á sér stað. Þetta á m.a. við um það mál sem er nr. 10 á dagskránni og er náttúruvernd, stjfrv., 366. mál. Þessi mál og önnur eru í raun og veru í uppnámi enn þá. Þetta vil ég taka fram, hæstv. forseti, vegna þess að ég tel óhjákvæmilegt ef menn ætla að fresta þinginu í dag eða á þessum sólarhring að málin verði rædd miklu nánar en gert hefur verið.