Félagsleg verkefni

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 11:55:32 (7296)

1996-06-05 11:55:32# 120. lþ. 161.11 fundur 300. mál: #A félagsleg verkefni# þál. 21/1996, Frsm. SP
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[11:55]

Sólveig Pétursdóttir:

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um till. til þál. um úttekt og flutning á félagslegum verkefnum frá heilbrrn. til félmrn. frá allshn.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið umsagnir um það frá félmrn., heilbr.- og trmrn. og Þroskahjálp. Tillagan fjallar um skipun starfshóps til að gera úttekt á og skilgreina hvaða stofnanir og verkefni á sviði heilbrrn. eru í raun félagsleg verkefni sem eðlilegra væri að heyrðu undir félmrn.

Í framkvæmd eru mörk heilbrn.- og félmrn. óljós varðandi félagslega þjónustu og ljóst er að huga verður að þessum mörkum. Þegar hefur verið skipaður starfshópur sem hefur það hlutverk að ræða verkaskiptingu ráðuneytanna. Nefndin leggur því til að tillagan verði samþykkt og allir nefndarmenn í allshn. undirrita þetta nefndarálit.