Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 13:06:52 (7300)

1996-06-05 13:06:52# 120. lþ. 161.4 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[13:06]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þessi útfærsla á fjármagnstekjuskatti er skattur á venjulega sparifjáreigendur en ekki á stóreignafólk. Hér er verið að leggja skatta á líknarfélög og íþróttafélög. Hér er verið að tvískatta aldraða og öryrkja. Hér er verið að búa í haginn fyrir mikla peningatilfærslu til eignafólks úr ríkissjóði og frá launafólki. Hér er verið að skipta fólki upp í hópa, annars vegar launafólk sem greiðir yfir 42% skatt af sínum tekjum og hins vegar fjármagnseigendur sem greiða munu 10% skatt af sínum tekjum. Ég styð fjármagnstekjuskatt sem jafnar skattbyrðirnar og sem leggur skatt á hina raunverulegu fjármagnseigendur. Ég vil ekki bera ábyrgð á svona óréttlátri útfærslu og greiði ekki atkvæði.