Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 13:10:14 (7303)

1996-06-05 13:10:14# 120. lþ. 161.4 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[13:10]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Skattlagning á vaxtatekjur hefur verið réttlætismál í okkar þjóðmálaumræðu. En umtalsverðar fjármagnstekjur hafa fram að þessu verið skattfrjálsar. Við eðlilegar aðstæður væri hér á ferðinni samkomulagsmál. Hið jákvæða í málinu er að hér er verið að stíga merkilegt skref til upptöku skatts á vaxtatekjur. Meðhöndlun stjórnarflokkanna á málinu og umtalsverð skattalækkun á stóreignamenn sem hafa hagnað af arði, söluhagnaði og leigutekjum hefur hins vegar skekkt málið umtalsvert og getur að sumu leyti aukið mismunun í samfélaginu fjármagnseigendum í hag. Í ljósi þessarar meðferðar málsins er ekki unnt að styðja það. Þess vegna situr undirritaður hjá og Alþfl. sömuleiðis.