Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 13:13:58 (7306)

1996-06-05 13:13:58# 120. lþ. 161.4 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[13:13]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. 10% skattur á nafnvexti er óásættanlegur. Hann er óásættanlegur vegna þess að verulegur hluti af sparifé landsmanna er geymdur á venjulegum bankabókum sem bera innan við 1% vexti. Vextir af þessum bókum eru því lægri en verðbólgan í landinu sem er þó með því lægsta sem um getur. Með öðrum orðum eru neikvæðir vextir af þessu sparifé og mér finnst fráleitt að skattleggja neikvæða vexti. Mig undrar það að fulltrúar allra þingflokka skuli hafa komist að þessari niðurstöðu þó að sumir þeirra hafi reyndar kosið að hlaupa frá málinu eftir að það kom fram. Ég er ósammála því að hefja töku fjármagnstekjuskatts með þessum hætti og greiði ekki atkvæði.