Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 13:18:24 (7308)

1996-06-05 13:18:24# 120. lþ. 161.7 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[13:18]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég gerði grein fyrir því þegar ég flutti þessa brtt. í morgun hvers vegna hún er flutt. Ég tel að það sé brýn nauðsyn á að hæstv. sjútvrh. hafi þessa heimild hjá sér vegna þessa skólabátareksturs og ég treysti honum fullkomlega. Ég trúi ekki öðru en að allir hv. alþm. treysti sjútvrh. fullkomlega til þess að fara með þessa heimild sem er nauðsyn og hún léttir þeirri kvöð af fjárlögum að leggja bein fjárframlög til þessarar starfsemi. Þetta dugir til þess að aflétta þeirri kvöð og ég bið menn um að skoða það mál vel. Ég segi já.