Náttúruvernd

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 21:10:52 (7344)

1996-06-05 21:10:52# 120. lþ. 161.10 fundur 366. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 93/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[21:10]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér er verið að lögfesta heimild til þess að lýsa þjóðgarð land í einkaeign. Ég tel að það sé afar óæskilegt og greiði atkv. gegn því. Reynsla af tilraun í þessa veru liggur fyrir t.d. í Noregi og hefur gefist mjög illa að rugla reytum saman með þeim hætti. Ég tel að hér sé verið að fara út á afar varhugaverða braut.