Náttúruvernd

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 21:12:47 (7345)

1996-06-05 21:12:47# 120. lþ. 161.10 fundur 366. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 93/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[21:12]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér er verið að heimila gjaldtöku fyrir aðgang að landi. Tillagan felur í sér að rekstraraðila náttúruverndarsvæðis, sem getur verið einkaaðili eða sveitarfélag eða hvaða lögaðili sem er, er veitt heimild til þess að taka gjald fyrir aðgang að landinu. Ekki veitta þjónustu, um það er fjallað í fyrri mgr. heldur fyrir aðgang að landinu. Það er það sem verið er hér að innleiða. Þetta er fráleit stefna að opna fyrir slíkt, hvað þá að ætla einstökum rekstraraðilum að ákveða upphæð gjaldtöku. Þetta er auk þess ópraktískt og auk lítt framkvæmanlegt. Það bjargar nú kannski málinu að einhverju leyti.