Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 21:28:13 (7349)

1996-06-05 21:28:13# 120. lþ. 162.2 fundur 500. mál: #A Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins# (aðild kennara og skólastjórnenda) frv. 98/1996, ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 162. fundur

[21:28]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ég vil nota þetta tækifæri til að fagna sérstaklega þeim breytingum sem hér eru komnar fram. Með þessu móti er tryggt að ekki einvörðungu kennarar heldur starfsmenn fræðsluskrifstofa og aðrir starfsmenn skóla sem flytjast yfir þegar skólinn verður fluttur frá ríki til sveitarfélaga muni eiga kost á því að fá aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Ég fagna því mjög að þessar breytingar skuli hafa komið fram.