Þingfararkaup og þingfararkostnaður

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 21:37:07 (7352)

1996-06-05 21:37:07# 120. lþ. 162.4 fundur 541. mál: #A þingfararkaup og þingfararkostnaður# (biðlaun) frv. 104/1996, Frsm. SP (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 162. fundur

[21:37]

Frsm. efh.- og viðskn. (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað. Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða H. Þorláksson frá fjármálaráðuneyti og Hauk Hafsteinsson frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt.

Kristín Ástgeirsdóttir sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu og allir nefndarmenn undirrita þetta nál.