Fjárlög 1996

Föstudaginn 06. október 1995, kl. 11:21:57 (69)

1995-10-06 11:21:57# 120. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti hefði átt að geta þess í upphafi umræðunnar en gerir það nú að samkvæmt ákvörðun forseta er ræðutími tvöfaldur í þessari umræðu. Í því felst að ráðherra hefur allt að einni klukkustund til framsögu, sem hann nýtti sér ekki að fullu, hálftíma í annað sinn og tíu mínútur í þriðja sinn. Aðrir ræðumenn hafa allt að fjörutíu mínútur í fyrra sinn og allt að tuttugu mínútur í síðara sinn.