Fjárlög 1996

Föstudaginn 06. október 1995, kl. 15:37:32 (92)

1995-10-06 15:37:32# 120. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég bendi hv. þm. á að of snemmt er að tala um efndir. Hverjum dettur í hug að á einu ári sé hægt að lagfæra allt og gera allt sem lofað er í kosningabaráttu? Við þurfum þetta kjörtímabil til þess og við munum standa við það sem við sögðum, það er aðalatriðið. Við vorum svo sanngjörn og málefnaleg fyrir kosningar að í mörgum tilfellum töluðum við um þegar félagslegar aðgerðir voru annars vegar að grípa til aðgerða á síðari hluta kjörtímabilsins og það voru kannski ekki mjög margir sem tóku það sérstaklega fram.

Alltaf er talað um aðrar lausnir og það er ósköp auðvelt að segja aðrar lausnir. Hv. þm. var nú ekki með algjört lausnarorð í ræðu sinni hér áðan ef ég hef heyrt rétt. Svo er talað um fyrirtækin að þau eigi að leggja eitthvað af mörkum líka og það er reyndar svo að fyrirtækin þurfa líka að taka á með hækkun tryggingagjalds.