Fjárlög 1996

Föstudaginn 06. október 1995, kl. 16:03:09 (100)

1995-10-06 16:03:09# 120. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála því að það er mjög alvarlegt mál þegar skurðstofunum er lokað. Að sjálfsögðu var veitt bráðaþjónusta eins og alltaf er í slíkum tilvikum. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Sem betur fer náðu deiluaðilar saman, báðir urðu að láta af sínu, en það var ekki fyrr en í óefni var komið sem loksins var farið að ræða málin. Og það er því miður allt of algengt.

Varðandi það síðasta sem hv. þm. nefndi, þá held ég að það sé ekki krafa allra starfsmanna stóru sjúkrahúsanna að leggja niður þjónustu á landsbyggðinni. Ég vona að það hafi ekki verið skilið svo. A.m.k. hef ég ekki kosið að skilja það svo og tek ekki undir það ef einhverjir líta á það sem leið til sparnaðaðar í rekstri ríkisins. Það verður auðvitað að fara að öllu slíku með sanngirni og gát.