Lilja Á. Guðmundsdóttir fyrir ÁE

Mánudaginn 09. október 1995, kl. 15:04:57 (113)

1995-10-09 15:04:57# 120. lþ. 5.91 fundur 25#B varam#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 9. okt. 1995:

,,Þar sem ég af persónulegum ástæðum get ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Þjóðvaka í Reykn., Lilja Á. Guðmundsdóttir kennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.

Ágúst Einarsson, 11. þm. Reykn.``

Kjörbréf Lilju Á. Guðmundsdóttur hefur verið rannsakað og samþykkt. Hún hefur hins vegar ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.