Réttur til launa í veikindaforföllum

Þriðjudaginn 10. október 1995, kl. 14:30:19 (151)

1995-10-10 14:30:19# 120. lþ. 6.4 fundur 10. mál: #A réttur til launa í veikindaforföllum# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tók það mjög skýrt fram að það væru bæði launþegar og atvinnurekendur sem sköpuðu þennan mótor. Það er útilokað að nokkur hér í salnum hafi misskilið það. Það er útilokað. En það er vert að minnast þess að sjónarmiðin eiga rétt á sér eins og hv. þm. Hjörleifur Guttormsson benti á. Og atvinnurekendur hafa komið með sín sjónarmið vegna þess að það er eðlilegt að það séu einhvers staðar takmörk. Við verðum að setja takmörkin einhvers staðar. Hvar á að borga og hvar á ekki að borga? Það liggur fyrir. Það segir í lögunum að sjúkrasjóðunum beri að taka við þar sem skyldum atvinnurekenda hættir, það liggur fyrir.