Fæðingarheimili Reykjavíkur og þjónusta við sængurkonur

Miðvikudaginn 11. október 1995, kl. 13:53:21 (188)

1995-10-11 13:53:21# 120. lþ. 8.1 fundur 4. mál: #A fæðingarheimili Reykjavíkur og þjónusta við sængurkonur# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Þær upplýsingar sem ég kom með eru frá kvennadeild Landspítalans. Vegna þess að þær voru rengdar hér, þá vil ég að það komi fram hvaðan þær koma. Ég vil líka að það komi enn einu sinni fram að það er verið að endurskoða rekstur kvennadeildarinnar og hluti fæðinga mun að öllum líkindum flytjast yfir á Fæðingarheimilið, þar á meðal nýja MFS-einingin, eins og ég minntist á áðan. Að öðru leyti tel ég að hér hafi verið upplýst allt sem þarf að upplýsa. Menn hafa rætt um það að þeim dögum fækkar sem fæðandi konur liggja inni en það er vegna stórbættrar þjónusta heima fyrir. Ljósmæðurnar fylgja konunum heim. Það má ekki gleymast, það skiptir máli. Þetta er val þessara kvenna. Þjónustan hefur aukist.