Geymsla forngripa á byggðasöfnum

Miðvikudaginn 11. október 1995, kl. 14:20:15 (199)

1995-10-11 14:20:15# 120. lþ. 8.6 fundur 28. mál: #A geymsla forngripa á byggðasöfnum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir þau ummæli sem hér hafa komið fram í umræðunum. Þau hníga í sömu átt og svar það sem ég gaf að það sé eðlilegt að fornminjar séu geymdar og hafðar til sýnis á heimaslóðum, ef aðstæður leyfa, eða í sem nánustu tengslum við það umhverfi þar sem þær fundust. Í þeim anda vænti ég að þær reglur verði settar sem um var rætt í svari mínu, þannig að góð samstaða náist um það að hrinda málinu í framkvæmd með þeim hætti.