Opinber fjölskyldustefna

Fimmtudaginn 12. október 1995, kl. 11:01:57 (218)

1995-10-12 11:01:57# 120. lþ. 9.1 fundur 16. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er búinn að vera hér við hús býsna lengi og ég man ekki eftir tilviki sem þessu fyrr. Ég hef að vísu ekki farið skipulega í gegnum það en ég hygg þó að það hafi ekki gerst áður nema vitað væri að viðkomandi ráðherrar mundu ekki flytja málið.

Ég man eftir tillögum sem unnar voru í iðnrn. í ráðherratíð hv. 4. þm. Austurl. sem eftirmaður hans vildi ekki flytja en voru síðan flutt af hv. 4. þm. Austurl. sem þingmannamál. Það er allt annað mál, það er allt annars eðlis.

Mig langar til að spyrja hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur hvort hún hafi tekið með sér fleiri gögn úr ráðuneytinu, hvort þau plögg sem ég er að vinna með frá fyrri tíð í ráðuneytinu séu e.t.v. væntanleg hér sem þingskjöl.