Opinber fjölskyldustefna

Fimmtudaginn 12. október 1995, kl. 11:29:57 (228)

1995-10-12 11:29:57# 120. lþ. 9.1 fundur 16. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., Flm. RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Flm. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Alþfl. var með félmrn. í átta ár og þar voru unnin afar mikilvæg mál á þeim tíma og ég minni á það sem má kallast fyrsta skref að fjölskyldustefnu sem félagsleg þjónusta sveitarfélaga. Um það mál sem við erum að ræða hér var fjallað í landsnefnd sem var kosin 1991. Þessi mál voru þar til stöðugrar umfjöllunar, hins vegar var ekki búið að vinna tillöguna um áramót þegar að ég kom þar að og þær staðreyndir hef ég dregið fram. Þegar svo breið samstaða næst um mál eins og gerðist á sl. vetri um þetta mál, hefði verið mögulegt að ná þál. fram og gegnum þingið í febrúar.

En ég geri mér grein fyrir því, virðulegi forseti, eftir að hafa hlustað á ráðherra og hv. þm. Framsfl. að það hefði sennilega ekki verið unnt. Ég vil taka það fram að Bragi Guðbrandsson var aðstoðarmaður minn og persónulegur ráðgjafi. Hann var ekki embættismaður í ráðuneyti. Hann og ég unnum ræðu sem ég hugðist flytja ef ég hefði náð þessu máli á dagskrá hér eða fengið að mæla fyrir því. Það varð ekki, ég hef sjálf unnið miklu styttri ræðu til þess að flytja við þetta tilefni, að sjálfsögðu um sama mál.

Virðulegi forseti. Ef starfsmaður hættir í starfi og tekur með sér verkfæri sem vinnustaðurinn á, þá er það þjófnaður.