Opinber fjölskyldustefna

Fimmtudaginn 12. október 1995, kl. 14:08:59 (256)

1995-10-12 14:08:59# 120. lþ. 9.1 fundur 16. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Það þarf stundum að standa í deilum við samráðherra sína til að verja málefni fjölskyldunnar. Ég vona ef hæstv. ráðherra ber þann hug til málefna fjölskyldunnar eins og hann lýsir hér í ræðustól þá eigi hann eftir að finna fyrir því að hann þurfi stundum að standa í deilum við samráðherra sína og ég segi eins og hv. þm. Sighvatur Björgvinsson þegar hann var að ræða við heilbrrh. nýlega í sjónvarpi að ráðherrann Ingibjörg hefði tekið upp úr ruslakörfunni ýmislegt sem hann hefði kastað í hana frá fjmrn., það er nákvæmlega það sama að gerast með hæstv. ráðherra Pál Pétursson. Ég þurfti að lemja á fjmrn. til þess að þeir væru ekki að ráðast á fatlaða og félagslega íbúðakerfið en nú taka þeir þetta allt upp úr ruslakörfunni aftur þegar Páll er kominn með ráðuneyti og það fer auðvitað í höfn í þinginu undir forustu hans.