Opinber fjölskyldustefna

Fimmtudaginn 12. október 1995, kl. 14:13:44 (259)

1995-10-12 14:13:44# 120. lþ. 9.1 fundur 16. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg að verða uppgefinn á því að ræða fjárlagafrv. við þessa hv. þm. vegna þess að það er eins og þær séu ekki læsar. Það er eins og þær kunni ekki prósentureikning. (Gripið fram í.) Hv. þm. fullyrti að málefni fatlaðra væru í uppnámi og ríkissjónvarpið hljóp með þetta fleipur hennar eins og það væru einhverjar staðreyndir. Það er sannarlega ekki. Ég get fullyrt það eftir viðtal mitt við bæði borgarstjórann í Reykjavík og Guðrúnu Ágústsdóttur borgarfulltrúa að hv. þm. Ásta B. Þorsteinsdóttir hefur ekkert umboð frá Reykjavíkurborg til að slíta samningum um málefni fatlaðra. Þaðan af síður hefur félagsmálastjórinn í Reykjavík umboð til þess að gera það. Það er málefni kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar að semja við félmrn. Og þó hv. þm., sem hefur farið hér mikinn undanfarna daga, vilji hleypa þessu máli upp þá er það bara ekki á hennar valdi.