Forsendur Kjaradóms og laun embættismanna

Mánudaginn 16. október 1995, kl. 15:14:25 (283)

1995-10-16 15:14:25# 120. lþ. 10.1 fundur 35#B forsendur Kjaradóms og laun embættismanna# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Fyrirspurn mín tengist þeirri umræðu sem hér hefur farið fram. Mig langar til að segja í upphafi að það er engu líkara en menn séu að tala um helgustu mannréttindi þegar á að reyna að koma í veg fyrir að upplýsingar séu látnar í té um hæstlaunaða fólkið hjá ríkinu. En þess hefur verið krafist af fjölmörgum, þar á meðal samtökum launafólks, að allar forsendur Kjaradóms verði birtar. Í því sambandi hefur verið talað um lista yfir tekjuhæstu starfsmenn ríkisins. Það hefur verið haft eftir hæstv. fjmrh. að ekki komi til greina að birta slíkan lista. Nú segir hæstv. ráðherra að hann útiloki ekki að slíkt verði gert

Ég vil beina þeirri spurningu til hæstv. forsrh. hvort hann sé reiðubúinn til að beita sér fyrir því að listinn verði birtur þar sem starfsheiti komi í stað nafna.