Forsendur Kjaradóms og laun embættismanna

Mánudaginn 16. október 1995, kl. 15:17:33 (285)

1995-10-16 15:17:33# 120. lþ. 10.1 fundur 35#B forsendur Kjaradóms og laun embættismanna# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. forsrh. fyrir svörin. Ég vil aðeins segja að það er nauðsynlegt að þessi mál verði rædd við síðara tækifæri þar sem við ræðum þær upplýsingar sem fram kunna að koma. En mig langar að segja að ég hef engar sérstakar áhyggjur af því þótt það kynni að vera rétt að hæstv. forsrh. sé ekki efstur á umræddum lista. Menn eru að setja það upp sem eitthvert stórt siðferðilegt vandamál að hæstv. ráðherrar í ríkisstjórninni skuli ekki tróna efst á þessum lista. Það sem mér finnst alvarlegt í þessu máli er að upplýsingum skuli haldið leyndum. Og ég legg ríka áherslu á að þær verði birtar fyrir þinginu og þær hljóti umræðu hér í þingsalnum.