Þingfararkaup og þingfararkostnaður

Mánudaginn 16. október 1995, kl. 17:38:03 (320)

1995-10-16 17:38:03# 120. lþ. 12.1 fundur 84. mál: #A þingfararkaup og þingfararkostnaður# (skattskylda starfskostnaðar) frv., Flm. ÓE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Ólafur G. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Um 7. gr., ferðakostnaðinn, er það að segja að ráðherrar njóta þeirrar sérstöðu að hafa bifreið til umráða og þeir hafa aldrei þegið hina föstu greiðslu, ferðakostnað þingmanna. Það er sú einfalda skýring á því að ráðherrar fá ekki greiddan fasta ferðakostnaðinn.

Varðandi 6. gr. veit ég ekki betur en sú venja hafi viðgengist um árabil að ráðherrar njóta eins og aðrir framlaga vegna húsnæðiskostnaðar þannig að þetta er ekkert sambærilegt sem við erum að tala um. 6. gr. á við ráðherra, 7. gr. ekki vegna þess að þeim er lögð til bifreið og 9. gr. á hins vegar við ráðherra vegna þess að þeir eru jafnframt alþingismenn.