Fjárlög 1996

Þriðjudaginn 17. október 1995, kl. 18:24:58 (369)

1995-10-17 18:24:58# 120. lþ. 13.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi reglugerðina um viðmiðunarverð lyfja og það að sjúklingar geti ekki nýtt sér það þoli þeir ekki þau lyf sem bera lægsta verð, þá er það þannig að ef læknir ákveður að sjúklingurinn geti ekki nýtt sér það lyf, þá fær sjúklingurinn það lyf sem hann þarf og borgar ekki mismuninn. Ég vil að það komi skýrt fram.

Ég vil líka að það komi skýrt fram að það verða ekki í gangi bæði innritunargjöld á sömu stofnun og svokölluð ferliverk, það er ekki hægt.