Fjárlög 1996

Þriðjudaginn 17. október 1995, kl. 18:49:00 (373)

1995-10-17 18:49:00# 120. lþ. 13.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði að ég hafi ekki rekist á jafnrétti kynjanna víðar. Kristín Halldórsdóttir var sérstaklega búin að skjalla hæstv. fjmrh. fyrir að nefna jafnrétti kynjanna á einum stað öðrum og ég tek undir það með henni. En ég tók fyrir sérstaklega ákveðna þætti í frv. en las meginpartana og þetta var það aðalatriði sem sló mig því að það virðist ekki standa á því að jafna þegar draga á úr forréttindum kvenna.

Varðandi hægri- og vinstrimennsku veit ég ekki hvort ég á að eyða orði að því hér. En það er náttúrlega alveg ljóst að þessi ríkisstjórn er ekki kvenfrelsisríkisstjórn. Það er alveg ljóst á þessari stefnu og hvort sem við köllum það hægri eða vinstri er alveg ljóst að það er ekki verið að styrkja stöðu kvenna með fjárlagafrv. og með fullri virðingu fyrir hæstv. heilbrrh. er þetta að mestu leyti hefðbundin karlrembustjórn.