Fjárlög 1996

Þriðjudaginn 17. október 1995, kl. 20:47:45 (379)

1995-10-17 20:47:45# 120. lþ. 13.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki ástæða til fyrir ráðherrann að nota þennan tón. Í fyrsta lagi veit ég allt um tilboð sem Keflvíkingum var gert en kaus að flýta máli mínu áðan með því að rekja það ekki. Ég spurði einungis hvort það væru einhver ný ákvæði komin fram. Svo er ekki. Og ég vil líka benda á það að Alþfl. var mjög meðvitaður um erfiðleika síðasta kjörtímabils, mjög meðvitaður um hvað það kostaði að ná þó þeim árangri sem hafði náðst í vor og það var ekki Alþfl. sem gekk um með yfirboð og loforð. Það var Framsfl.