Fjárlög 1996

Þriðjudaginn 17. október 1995, kl. 20:57:54 (386)

1995-10-17 20:57:54# 120. lþ. 13.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég endurtek að það er ekki búið að rifta neinum samningum. Það skiptir kannski ekki öllu máli hvenær við hefjumst handa við framkvæmdina en við höfum takmarkað fé til hennar. Það er eyrnamerkt 130 millj. til framkvæmdarinnar fram til aldamóta. Framkvæmdin tekur tæplega ár þannig að hvenær fyrsta skóflustungan er tekin getur ekki skipt öllu máli. Það hlýtur að skipta öllu máli hvenær við ljúkum framkvæmdinni. Og við sjáum því miður ekki fyrir endann á því á þessari stund.