Fjárlög 1996

Þriðjudaginn 17. október 1995, kl. 21:14:15 (391)

1995-10-17 21:14:15# 120. lþ. 13.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gott og blessað að ætla að hætta að skuldsetja framtíðina. Það er löngu kominn tími til þess. En það sem við erum að tala um í þessu frv. er spurningin um það hversu hart sé gengið að þeim tiltekna hópi fólks sem hér er um að ræða, ungu fólki. Það er spurningin um möguleika þessa fólks til að mennta sig í dag, til að kaupa húsnæði í dag og hluta þess til að fá vinnu í dag. Það er ekki rétt sem að hæstv. ráðherra segir að það hafi engar tillögur komið fram hjá Alþb. eða öðrum stjórnarandstöðumönnum í þessari umræðu um einhverjar úrbætur. Fjölmargar tillögur hafa komið fram og ég get bent ráðherranum á til lesningar drög að stjórnarsáttmála vinstri stjórnar sem var lagður fram í vor fyrir kosningar og þau ráð sem þar er bent á hafa fullt gildi enn þann dag í dag.