Breyting á lögum um félagslega aðstoð

Miðvikudaginn 18. október 1995, kl. 13:33:47 (408)

1995-10-18 13:33:47# 120. lþ. 14.91 fundur 46#B breyting á lögum um félagslega aðstoð# (aths. um störf þingsins), ÖS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég vil taka undir mál hv. þm. Ögmundar Jónassonar og þó að flm. frv., hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hafi ekki óskað eftir sérstökum fundi um þetta í heilbr.- og trn., þá er fyrirhugaður fundur á föstudagsmorgun. Ef mál skipast svo að það sé nauðsynlegt að hafa sérstakan fund í nefndinni um þetta mál, þá er ég út af fyrir sig alveg reiðubúinn til að kalla nefndina saman til þess að fjalla um þetta. Ég er sammála hv. þm. um að það er nauðsynlegt að taka af öll tvímæli í þessu máli.