Lyfjalög

Mánudaginn 30. október 1995, kl. 16:21:50 (508)

1995-10-30 16:21:50# 120. lþ. 19.1 fundur 21. mál: #A lyfjalög# (gildistaka ákvæða um stofnun lyfjabúða o.fl.) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur


[16:21]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Aðeins örstutt athugasemd til að forða misskilningi. Ég sagði áðan að ég hefði sannfærst um að ríkisstjórnarflokkarnir væru staðráðnir í að hverfa ekki frá þeirri meginstefnu sem væri boðuð með lyfjalögunum enda segir í nefndarálitinu að ekki sé fyrirhugað að hverfa frá þessari stefnu. Hins vegar vil ég leiðrétta hv. þm. Guðmund Árna Stefánsson þegar hann fullyrðir að nefndarmenn hafi verið sammála um það að nota ekki þennan frest til að gera breytingar á lagafrv. Þvert á móti lýsti ég því yfir áðan að ég væri andstæður lögunum í heild sinni og taldi að þau bæri að endurskoða frá rótum.