Lyfjalög

Mánudaginn 30. október 1995, kl. 16:23:50 (510)

1995-10-30 16:23:50# 120. lþ. 19.1 fundur 21. mál: #A lyfjalög# (gildistaka ákvæða um stofnun lyfjabúða o.fl.) frv., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur


[16:23]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. skýr svör í þessu efni og ef hann leiðréttir mig ekki þá skil ég þau á þann veg að hæstv. ráðherrar Framsfl. séu sammála hv. þm. Siv Friðleifsdóttur hvað varðar meðferð þessa máls. Með öðrum orðum, ekki er ráðgert að gera efnislegar breytingar á þeim fjórum mánuðum sem gefinn er frestur á. Ef þetta er réttur skilningur, og ég gat ekki skilið hæstv. ráðherra öðruvísi, þá fagna ég því mjög eindregið. Ef hann er hins vegar rangur bið ég hæstv. ráðherra að leiðrétta mig.