Lyfjalög

Mánudaginn 30. október 1995, kl. 16:28:53 (513)

1995-10-30 16:28:53# 120. lþ. 19.1 fundur 21. mál: #A lyfjalög# (gildistaka ákvæða um stofnun lyfjabúða o.fl.) frv., GHall
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur


[16:28]

Guðmundur Hallvarðsson:

Virðulegi forseti. Síðasti ræðumaður hafði orð á því að hann yrði að fá alveg kýrskýrt frá framsóknarmönnum hvaða hugsun þeir væru með í þessu. Ég þykist vita að hv. þm. Guðni Ágústsson hefði svarað því eitthvað á þá leið. Skrifað stendur: Þar sem ekki er fyrirhugað að gera breytingar sem hverfa frá þeirri meginstefnu sem mörkuð er í gildandi lyfjalögum er nefndin sammála um að mæla með samþykkt frv. Það er einmitt það sem er alveg kýrskýrt, hv. þm. Guðmundur Árni, að við sjálfstæðismenn lítum svo á hvað varðar lyfjaverslanir að ekki verði sett þau mörk að þær megi ekki standa hlið við hlið, a.m.k. hér á þéttbýlissvæðinu. Hins vegar er það ekki óeðlilegt að sveitarfélögin hafi eitthvað um aptótek úti á landi að segja, þ.e. fjölda þeirra og það er alveg ljóst hjá okkur sjálfstæðismönnum að það er það sem felst m.a. í þessu en ekki að miklar breytingar verði á þessu frv. enda kemur það fram í nefndarálitinu.