Lyfjalög

Mánudaginn 30. október 1995, kl. 16:39:14 (519)

1995-10-30 16:39:14# 120. lþ. 19.1 fundur 21. mál: #A lyfjalög# (gildistaka ákvæða um stofnun lyfjabúða o.fl.) frv., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur


[16:39]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ég fæ ekki annað séð en að ég og hv. þm. Sighvatur Björgvinsson séum fullkomlega sammála um þetta mál og það eigi öllum að vera ljóst að framkvæmd laganna verður eins og gengið var frá lögunum af Alþingi á sl. vetri. En ef það eru einhverjar kýr eða einhverjir sauðir sem sjá þetta ekki vegna sjóndepru þá býð ég fram þjónustu mína til þess að bæta þar úr.