Tilhögun þingfundar

Miðvikudaginn 01. nóvember 1995, kl. 13:34:03 (561)

1995-11-01 13:34:03# 120. lþ. 23.95 fundur 75#B tilhögun þingfundar#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur


[13:34]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Rétt er að vekja athygli hv. alþm. á því að að loknum 23. fundi verður haldinn nýr fundur og þá fara fram atkvæðagreiðslur um 11 dagskrármál. Má gera ráð fyrir því að sú atkvæðagreiðsla verði einhvers staðar á bilinu milli klukkan hálf fjögur og fjögur í dag eftir því hversu langan tíma tekur að afgreiða dagskrármálin á 23. fundi.