Löndun undirmálsfisks

Miðvikudaginn 01. nóvember 1995, kl. 15:43:11 (615)

1995-11-01 15:43:11# 120. lþ. 23.11 fundur 112. mál: #A löndun undirmálsfisks# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., Fyrirspyrjandi HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur


[15:43]

Fyrirspyrjandi (Hjálmar Árnason):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. sjútvrh. fyrir svör hans og innlegg hv. þm. Ég skil svar ráðherra svo að vænta megi breytinga um og upp úr áramótum, vonandi sem fyrst eftir áramót. Eins og fram hefur komið er ljóst að sjómenn og útgerðarmenn og fólk sem tengist sjávarútvegi er ósátt við fyrirkomulagið eins og það er í dag. Mikil verðmæti lenda í sjónum og mikil ósátt er um þennan þátt í fiskveiðistjórnunarkerfi okkar.

Lausnir hafa auðvitað verið nefndar af fleirum en Þjóðvaka en það er í þeim dúr sem hv. þm. Ágúst Einarsson nefndi. Ég vil spyrja ráðherra í ljósi þeirrar megnu óánægju um þetta mál og í ljósi þess að vænta má breytinga um og upp úr áramótum hvort svo miklu sé hætt að fella núgildandi reglur þegar í stað úr gildi. Er svo miklu hætt?